Hættið að borga!

Mér fynnst eitt sem mótmælendur ættu að gera er að hætta að borga af lánum sínum.. lán og tryggingar á bílum, húsum og framveigis þá verður ríkistórn að gera eitthvað í málunum. Ef allir eru sammála í að borga ekki krónu í tryggingum þá verður gert eitthvað. Lífverisjóðirnir eru hvort eða er að skíta upp á bak.

Endilega segið ykkar skoðun


mbl.is Syngja mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jaa, afhverju á fólk að láta það bitna á fyrirtækjum (þ.e.a.s. þeim fyrirtækjum sem eiga lánin) fyrir mistök ríkistjórnarinar ?

Ríkisstjórnin á t.d. ekkert í staðgreiðslulánum sem fólk er að taka á kreditkortin sín.

... (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:18

2 identicon

Sælar Sigrún og Áslaug

Áður en ég skrifa það sem ég ætlaði upphaflega að skrifa langar mig að segja að ég virði það sem þið gerið.  Ég er ekki að drulla yfir neinn, ég er ekki með skítkast og ég er ekki hér til að byrja einhverskonar kommentastríð (sem mér finnst mjög barnalegt).

Eeeen... þessi lán sem þið ætlið ekki að borga af.  Neyddi einhver ykkur til þess að taka þau?  Nú er t.d. hægt að kaupa ágætis 5 manna fólksbíla á 200.000kr.. peningur sem vinnst á 2 mánuðum á McDonalds launum.

Joseph (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:18

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Jóseph..

 fólk getur ekki borgað af lánum sínum vegna þess að það er meðalannars búið að missa vinnuna sína. Einnig hafa lán rokið upp úr öllu valdi og fyrir suma er þetta ógjörningur.Það sem blasir við er fjöldagjaldþrot vegna þess að margir eiga ekki ofan í sig og hvað þá fyrir þessum skuldum.

Mér sárnar það rosalega mikið að sjá gríðarlega mikið af ungmennum í krinum mig vera komið í peningarlegt þrot og get ekki sér neina björg veitt... 

Eina sem þetta fólk gerði var að trúa fögrum orðum bankamanna og lygum stjórnmálamanna..

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 20:25

4 identicon

Já, mér finnst að allir eigi að hætta að borga, bæði til skatts og lána, áður en þeir fara útí ofbeldi. Í raun er það nóg, ef fólk hættir að borga neyðist ríkisvaldið að segja af sér eða einhverjir aðrir stofna kerfi sem fólk borgar í og tekur þá við af því gamla.

Össur I. J. (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ágúst...

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Össur..

það er ekkert svo afleidd hugmynd. Ég er bara orðin atvinnulaus og hef því ekkert til að borga . 

Brynjar Jóhannsson, 22.1.2009 kl. 20:33

7 Smámynd: Landfari

Já er það ekki það eina sem okkur vantar núna að setja bankana aftur á hausinn og taka íbúðalánsjóð með. Alveg bráðsniðug hugmynd því nú er full ríkisábyrgð á hverrri krónu hjá þessum stofnunum.

Vona bara að við þurfum ekki á heilsugæslunni að halda næstu árin. Við eigum nóg af menntuðu fólki þannig að það er allt í lagi að loka skólunum. Verst með atvinnuleysisbæturnar Brynjar. Ég veit ekki hvert þú ætlar að sækja þær.

Landfari, 22.1.2009 kl. 23:57

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Landfari.. 

Ég stend vel enda með litlar afborganir...

En manneskja sem er með 110þúsund í atvinnuleysisbætur 100 þúsundkróna afborganir af íbúð er farin á HAUSINN... svo einfallt er það... Það þarf engan snilling til að sjá það. Að fólk kjósi frekar að lýsa sig gjaldþrota eða hætta að borga af reikningum við slíkar aðstæður er vel skiljanlegt enda ekkert annað hægt í stöðunni.  

varst þú ekki að fordæma OFBELDI ÁÐAN ? .... þetta eru ofbeldislaus mótmæli og mögulega þess valdandi að ríkisstjórnin segi af sér. 

Stærstur hluti mun hvort eð er ekki getað borgað af þessum skuldum því bagginn er orðin of stór. Það er ekki fræðilegur möguleiki því fólk hefur bæði misst vinnu og vegna myntkörfuláns hafa afborganir á íbúðum farið t.d úr 80 þúsund upp í 200 þúsund...... Ég veit þegar um þónokkuð dæmi um fólk sem getur ekki staðið í  skilum og verður einfaldlega að hætta að borga af reikningum til þess að eiga eitthvað til að bíta og brenna.

Ég skil vel að þannig fólk hætti að borga af þessum reikningum á meðan ástandið í samfélaginu er eins og það er.  Ég myndi láta ganga fyrir að brauð færa börnin mín ef ég ætti einhver. 

Ég sjálfur stend alltaf í skilum við mínar skuldiir og er fjarri því að fara á hausinn þó svo að ég sé komin á atvinnuleysisbætur. Í þessu tilfelli var ég að tala um fólk sem er í raun og veru orðið gjaldþrota en ekki einstaklingar eins og ég sem standa alltaf í skilum... ÓLÍKT BÖNKUNUM á sínum tíma.

Brynjar Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 01:06

9 Smámynd: Landfari

Eðli málsins hætta þeir að borga sem hafa ekki tekjur sem hrökkva fyrir skuldum. Það hefur verið reynt að koma til móts við sem flesta með því frysta lán, aðlaga greiðslur að greiðslugetu og ýmislegt fleira. Með því móti geta fleiri haldið lánum sínum í skilum en annars. Það hafa hinsvegar alltaf verið dæmi um fólk sem ekki nær að standa í skilum og missir allt sitt. Það hefur alltaf verið til fólk sem fer sér og geist í fjárfestingum og reisir sér hurðarás um öxl. Einnig allt of mörg dæmi um fólk sem sendir í slysi og hættir að geta unnið. Örorkubætur hrökkva skammt til að mæta útgjöldum sem t.d. duglegur iðnaðarmaður hefur tamið sér.

Það er jafn sárt ef ekki sárara fyrir fjölskyldu að missa allt sitt þó allir aðrir í kringum það geri það ekki. Það áfall er ekkert meira núna en áður nema síður sé því fólk í þessari stöðu nýtur meiri skilnigs nú en kanski oft áður.

Það sem hér á þessari síðu er verið að hvetja til er að allir hætti að borga, óháð því hvort  þeir geta það eða ekki. Það er stórhættulegt og kemur þeim verst sem eru illa staddir en vilja standa í skilum því þá er ekkert svigrúm til að koma til móts við þá.

Það sem allt of fáir virðast gera sér grein fyrir er að skuldir eru alltaf borgaðar. Ef einn gerir það ekki lenda þær bara á næsta manni. Þjóðin er bara ein stór fjölskylda.  

Landfari, 23.1.2009 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband